Innlent |

„Hagi sér eins og manneskjur“

Hátt í þrjú þúsund hafa boðað komu sína á fjöldafund á Austurvelli þar sem aðgerðum ríkisstjórnarinnar verður mótmælt, en grasrótarsamtök standa fyrir mótmælunum. Markmiðið er ekki að koma ríkisstjórninni frá heldur að ráðamenn þjóðarinnar hagi sér „eins og manneskjur“.

Mest lesið

  1. Án heimilis á morgun
  2. Vonast til að finna æskuástina
  3. 18 hættu hjá 365 í gær
  4. Aukaverkanirnar eru hrikalegar
  5. „Þú nauðgaðir konum, Bill Cosby“

Hiti í Reykjavík undir meðallagi

Austlægar og norðlægar áttir voru ríkjandi í októbermánuði en veðurlag var lengst af meinlítið. Fremur kalt var að tiltölu í mánuðinum miðað við aðra mánuði ársins. Meðalhitinn í Reykjavík var 4,2 stig en 2,7 stig á Akureyri, á báðum stöðvum nánast sá sami og í október í fyrra.

Flytja líkamsleifar til Hollands

Hollenskir sérfræðingar í réttarmeinafræði eru komnir aftur á staðinn þar sem MH17 brotlenti. Hópurinn hyggst safna líkamsleifum farþega vélarinnar þrátt fyrir átök á svæðinu. Vélin, sem var frá Malasíu, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí.

Aukin fjárfesting hjá OR á næsta ári

Talsverð aukning verður í fjárfestingum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja næstu ár samkvæmt fjárhagsáætlun samstæðunnar. Uppbygging vegna umhverfismála er áberandi en einnig efling veitukerfa fyrirtækisins, einkum á Vesturlandi.

Viðar Örn hefur ekki gefið upp vonina

„Það er mögulegt að jafna markametið og skora 30 mörk en það verður erfitt að slá metið og skora 31 mark,“ segir Viðar Örn Kjartansson leikmaður Vålerenga við norska blaðið Aftenposten í dag.

Erlendur snýr aftur

Nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, Kamp Knox, kemur út á morgun, 1. nóvember. Þetta er átjánda bók Arnaldar, en skáldsögur rithöfundarins hafa notið mikilla vinsælda undanfarin 15 ár.

Frozen-kjóllinn gerir allt vitlaust

Í jólalínu Ígló&Indí er sérstakur Frozen-kjóll sem hefur aldeilis vakið lukku. Auk hans spila silfurefni og pallíettur stórt hlutverk í línunni.