Innlent |

Víkingaaðferðin vinsæl í London

Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari kennir Bretum að æfa eins og harðjaxlar og kallar það víkingaaðferðina, The Viking Method, sem er að verða ein umtalaðasta þjálfunaraðferðin í bransanum í London um þessar mundir, og þjálfar meðal annars sjálfa Nicole Scherzinger.

Mest lesið

  1. Víkingaaðferðin vinsæl í London
  2. Fjöldi háskólanema strandaglópar
  3. Fjallvegum víða verið lokað
  4. Art Medica hefur hafnað meðferðum
  5. Íslendingar ótrúlega indælir

SPIDER-maður kominn heim

Að minnsta kosti heils árs verk verður að fara yfir gögnin sem sjónaukinn SPIDER aflaði á flugi sínu yfir Suðurskautslandið, að sögn Jóns Emils Guðmundssonar stjarneðlisfræðings. Hann dvaldi í þrjá mánuði, fjarri eiginkonu, fjölskyldu og vinum, á þessum afskekkta stað vegna verkefnisins sem gæti varpað ljósi á mögulega eina merkustu vísindauppgötvun síðustu ára.

Alþjóðasamfélaginu er að mistakast

Alþjóðasamfélaginu er að mistakast að vernda almenna borgara sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum stríðsátakanna í Írak og Sýrlandi. Þetta sagði Hollywood-stjarnan Angelina Jolie fyrr í dag en hún er stödd í Írak um þessar mundir.

Merkel hefur fulla trú á Renzi

Angela Merkel lýsti því yfir eftir að hafa fundað með Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, í dag, að hún hefði fulla trú á því að efnahagsaðgerðir hans mundu koma þjóðinni til góðs. Renzi hefur boðað miklar breytingar á stjórnskipun og kosningafyrirkomulagi landsins á næstu misserum.

„Rautt eða dauði“

Stuðningsmenn belgíska knattspyrnuliðsins Standard frá Liege hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir stóran borða sem þeir breiddu um áhorfendastúkuna í grannaslag gegn Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Eastwood svarar gagnrýninni

Kvikmyndin American sniper eftir leikstjórann Clint Eastwood hlaut nýverið sex óskarstilnefningar og var frumsýnd 16. janúar á þessu ári hér á landi. Hún hefur þó hlotið mikla gagnrýni fyrir að ala á ótta við íslam. Fram hefur komið að mörg hundruð múslímar í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir, meðal annars í gegnum samskiptamiðla, eftir að myndin var frumsýnd.

„Kramin“ íbúð á 60,7 milljónir

Þessi einstaka tveggja herbergja íbúð í London er til sölu. Íbúðin, sem er 30 fermetrar, er einstök að því leyti að hún er aðeins 2,5 metrar á breidd því hún er „kramin“ á milli tveggja venjulegra húsa.