Viðskipti |

Röð gjaldþrota hjá Hróa hetti

Félagið Hrói Veitingar sem heldur utan um rekstur pítsustaðarins Hrói Höttur á Hringbraut var úrskurðað gjaldþrota þann 26. nóvember. Röð gjaldþrota einkennir fyrirtækið sem ennþá er í fullum rekstri.

Mest lesið

  1. Átta börn fundust stungin til bana
  2. Fann ferðafélaga með rétt nafn
  3. Íslenskir ljósmyndarar neituðu að „fótósjoppa“
  4. Falin myndavél sýnir brot Apple
  5. Má ekki stunda kynlíf með konunni

Varað við vatnselg á morgun

„Þótt hann flokkist ekki undir það sem kallast asahláka verður engu að síður talsvert leysingavatn á ferðinni enda bráðnar nýfallni snjórinn auðveldlega þegar hlánar,“ segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni um skil sem fara yfir landið á morgun. Gera má ráð fyrir að vatnselgur geti orðið nokkur á götum.

Bannað að nota regnhlífar

Blaðamönnum var meinað að nota regnhlífar þegar þeir biðu eftir komu kínverska forsetans Xi Jinping við flugvöllinn í Macau í dag þrátt fyrir úrhellisrigningu.

Minnsta verðbólga í tvo áratugi

Verðlag hækkaði um 0,31 prósent í desember og umfram spá greiningaraðila sem lágu á bilinu 0,2 til 0,3 prósent. Ársverðbólgan mælist nú 0,8 prósent og er sú minnsta sem mælst hefur í tvo áratugi. Jafnframt er þetta ellefta mánuðinn í röð sem ársverðbólga mælist undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

HM 2018 og 2022 ekki haggað

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði í Marrakesh í Marokkó í dag að þrátt fyrir birtingu á skýrslunni um úthlutun heimsmeistaramóts karla 2018 og 2022 yrði ekki hreyft frekar við þeim mótum. Þau færu fram í Rússlandi og Katar.

Gifta sig á gamlárskvöld?

Leikarinn Johnny Depp hefur boðið öllum sínum nánustu vinum að koma og verja gamlárskvöldi með sér og unnustu sinni, Amber Heard, á einkaeyjunni sinni sem er í Karabíska hafinu. Grunur leikur á að þau ætli að ganga óvænt í það heilaga á seinasta degi ársins.

Vegur á við 27 húsketti

Anna Lilja Karlsdóttir er 38 ára gamall trompetleikari og tónlistarkennari. Hún vegur á við 27 húsketti og er einn af keppendunum í Biggest Loser Ísland en keppnin byrjar á SkjáEinum í janúar.